Um Lilju

Frá hugmynd til framkvæmdar

Sumarið 2020 fór af stað vinna við þróun apps, sem er fræðslu og hjálpar app fyrir þolendur ofbeldis. Markmið okkar með þessari vinnu er að bæta stöðu þolenda ofbeldis.

Við kynntum hugmynd okkar fyrir ríkislögreglustjóra, 112, dómsmálaráðherra, forsætiráðherra, ásamt þáverandi Nýsköpunarráðherra, ásamt fleiri aðilum þeim tengdum.

Allir voru afskaplega jákvæðir í okkar garð og höfðu mikin áhuga á samstarfi með það að leiðarljósi að gera þolendum ofbeldis auðveldara fyrir að sækja rétt sinn. Svo skall covid á okkur aftur, með öllu því sem í kjölfarið fylgdi.

Appið verður nokkurs konar kamelljón þar sem það verður falið, og mun ekki vera hægt að finna það innan símtækis nema vita hvernig skal leita. Ekki verður hægt að eiga við, breyta eða henda út gögnum þar sem þau fara beint í gagnageymslu hjá 112.

Verkefnið lenti svo í 3. sæti í gullegginu núna í febrúar síðastliðnum, auk þess að fá aukaverðlaun frá Huwei og Verði.

Tókum því næst þátt í Women tech incubator á vegum Huwei og "Women tech iceland" og sigruðum þann hraðal.

Okkur var í kjölfarið boðið út til Prague til að vera key note speakers hjá "Summerschool for female leadership in the digital age" sem er námskeið haldið í samstarfi við Huwei og European leadership academy.

Appið er í þróun og áætlaður útgáfudagur er 1. nóvember 2023.
Leit